Þann 1. september n.k. taka gildi hér á landi ný lög um kynjakvóta í einkahlutafélögum, hlutafélögum og lífeyrissjóðum en þau hafa þegar tekið gildi í opinberum hlutafélögum. Þessi löggjöf mun eiga við fyrirtæki þar sem 50 starfsmenn eða fleiri starfa að jafnaði á ársgrundvelli.
Heildarhlutfall kvenna í stjórnum allra lífeyrissjóða er nú samtals um 44,4% sjö lífeyrissjóðir þurfa annað hvort að fjölga konum eða körlum í stjórn til að uppfylla skilyrði laga.
Kemur þetta fram í tilkynningu frá KPMG sem birt er í Viðskiptablaðinu í dag:
http://www.vb.is/frettir/95100/