Heimsmarkmið – Eva eigandi Podium og Helga Björg meðstofnandi AwareGO í vinnuhópi um stöðu Íslands.

Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA óskaði eftir tveimur félagskonum FKA til að vera þátttakendur í tveimur vinnuhópum um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og það er ánægjulegt að segja frá þeim mikla áhuga félagskvenna á að gera heiminn betri í víðasta skilningi þess orðs.

Félagskonurnar sem verða í vinnuhópum sem er stýrt af Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi:

Eva Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Podium ehf.

,,Eva Magnúsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Podium ehf. Eva hefur umfangsmikla reynslu úr íslensku atvinnulífi af stjórnun og stefnumótun fyrirtækja, samfélagsábyrgð og samskiptamálum.”

Helga Björg Steinþórsdóttir meðstofandi og eigandi AwareGO ehf.

,,Helga Björg Steinþórsdóttir er meðstofnandi og eigandi – AwareGO ehf. Vottaður sérfræðingur í sjálfbærniskýrslugerð og mikla reynslu af rekstri og atvinnulífinu.”

MYND: Eva & Helga.

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stýrir vinnu sem felst í því að skapa samráðsvettvang ólíkra frjálsra félagasamtaka (og hagaðila) sem tengjast á mismunandi hátt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að vinna að sameiginlegu mati á stöðu og innleiðingu Heimsmarkmiða.

Heimsmarkmiðin eru sautján talsins HÉR en þau fjögur markmið sem FKA kemur til með að fjalla um í vinnuhópum með einstaklingum úr öðrum félagasamtökum eru:

Markmið 5 – Jafnrétti kynjanna – Jafnrétti kynjanna verði tryggt og staða allra kvenna og stúlkna styrkt.

Markmið 10 – Aukinn jöfnuður – Draga úr ójöfnuði í heiminum.

///

Markmið 8 – Góð atvinna og hagvöxtur – Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla.

Markmið 9 – Nýsköpun og uppbygging – Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun.  

Eva verður í vinnuhópi sem höndlar markmið 8 og 9 og Helga Björg í vinnuhópi sem vinnur með markmið 5 og 10. Einungis er gert ráð fyrir einum fulltrúa frá hverju félagi á vinnufundina. 

Þau fjögur markmið sem FKA kemur til með að fjalla um .

Verða atriðin sem vinnuhóparnir skila nýtt sem ráðgjafandi innlegg fyrir stjórnvöld í áframhaldandi í vinnu við innleiðingu Heimsmarkmiða. Þá mun vinnan jafnframt nýtast við gerð stefnu um sjálfbæra þróun sem unnin verður á vettvangi Sjálfbærs Íslands og í samráði við nýskipað Sjálfbærniráð. 

Fjölmörg samtök koma að þessu verkefni og vinnan verður vafalítið spennandi og fræðandi enda málefnið þarft og gaman að eiga rödd í borgarasamfélaginu í þessari vegferð. 

Forsætisráðherra mun kynna stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á ráðherrafundi í New York í júlí 2023. Þá verður kynnt skýrsla (Voluntary National Review, VNR) þar sem gerð er grein fyrir aðgerðum stjórnvalda í þágu markmiðanna og stöðu innleiðingar þeirra hér á landi. Þetta er í annað sinn sem íslensk stjórnvöld skila inn VNR skýrslu til Sameinuðu þjóðanna en sú fyrsta var kynnt í júlí 2019. 

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - mynd

Hlýjar kveðjur,
Stjórn FKA

#Heimsmarkmið @Eva Magnúsdóttir #Podium @Helga Björg Steinþórsdóttir #AwareGO #FélagSameinuðuþjóðanna #FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet @Eva Harðardóttir @Vala Karen Viðarsdóttir