Heimsókn í ISAL fim 28. febrúar kl. 16.00

Fimmtudaginn 28. febrúar kl 16.00-18.00 munu Rannveig Rist og starfsfólk hennar taka vel á móti FKA félagskonum. Starfsemi ISAL verður kynnt um leið og við bjóðum upp á fyrirspurnir og léttar umræðar.  Einnig gefst okkur færi á að sjá verksmiðjuna.  

Rannveig Rist hefur átt farsælan feril sem stjórnandi í íslensku atvinnulífi og í dag gegnir hún lykilstöðu hjá einum stærsta álframleiðanda í heimi. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga í viðskiptalífinu, meðal annars hlaut hún FKA viðurkenningu árið 2009.  

Það er Viðskiptanefnd ásamt félagskonunni Auði Ýr Sveinsdóttur, Leiðtoga gæðamála hjá álverinu í Straumsvík sem á veg og vanda að þessari heimsókn.  Þær sem sem ætla að fara um verksmiðjuna verða að skilja (opnu) hælaskónna eftir þann daginn – því það þarf að vera í lokuðum góðum skóm…  

Léttar veitingar í boði. 

Um ISAL:  http://www.riotintoalcan.is/

SKRÁNING -Farðu í innskráningu hér til að skrá þig á viðburðinn.