Heimsókn til FKA viðurkenningarhafa 2013

VIÐURKENNINGARHAFAR FKA 2013

Þriðjudaginn 26. febrúar kl 8.30-10.00 ætlum við að kynnast viðurkenningarhöfum félagsins  betur. Við fræðumst um reksturinn, atvinnuveg þeirra og ýmis konar áskoranir.

Margrét Guðmundsdóttir hjá Icepharma ætlar að vera svo höfðingleg að taka á móti okkur í húsakynnum félagsins. Þar mun hún kynna fyrirtæki sitt, auk þess sem Guðrún Lárusdóttir kynnir Stálskip, Margrét Kristmanns SVÞ/PFAFF og Helga Árna og Signý Kolbeins kynna Tulipop.  

Það er Fræðslunefnd sem sér um atburðinn og munu þær sjá til þess að  það skapist líflegar og hagnýtar umræður svo við förum tvíefldar út í daginn – fullar af visku og fróðleik um þær kjarnakonur sem félagið heiðraði á dögunum.  

SKRÁNING NAUÐSYNLEG  - SMELLTU HÉR