Á opnum
félagsfundi Atvinnurekendadeildar Félags
kvenna í atvinnulífinu (A-FKA) sem
verður í Iðnó fimmtudaginn 4. maí n.k. og hefst kl. 16
munu verða kynntar niðurstöður viðhorfskönnunar sem Félagsvísindastofnun
Háskóla Íslands hefur gert fyrir A-FKA. Kannaður var bakgrunnur kvenna sem eiga
og reka fyrirtæki, staða fyrirtækja þeirra og viðhorf.
Niðurstöður
annarrar könnunar stofnunarinnar, sem unnin var árið 1997 fyrir ráðherraskipaða
nefnd um atvinnurekstur kvenna hafa jafnframt verið bornar saman við niðurstöður nú um 20 árum
síðar.
Meðal þess
sem samanburðurinn leiðir í ljós er eftirfarandi:
Árið 1997 var konan í atvinnurekstri á
aldrinum 35 til 49 ára (49%) með grunnskólapróf (33%). Fyrirtækið var yngra en
5 ára (39%) og starfsmenn færri en 5 (78%).
Árið 2016 var konan í atvinnurekstri 50 ára
eða eldri (54%) og með háskólapróf (49%).
– Fyrirtækið er orðið eldra, einungis 23% yngra en 5 ára. Fyrirtæki með
5 starfsmenn eða færri voru 78% en athygli vekur að fyrirtæki með fleiri en 20
starfsmenn voru 4% en voru einungis 2% árið 1997.
Ein stærsta
breyting sem hefur orðið milli áranna 1997 og 2016 lítur að menntunarstigi en
eins og áður segir þá voru 49% kvenna í atvinnurekstri með háskólapróf en
aðeins 16% árið 1997.
Viðhorf kvenna til atvinnurekstrar og til aðstæðna kvenna í
atvinnurekstri hafa líka breyst þó nokkuð en meðal þess sem nýja könnunin
leiðir í ljós er að;
·
Tæplega þrjár af hverjum fjórum (72%) telja að
menntun þeirra nýtist best með því að fara út í eigin atvinnurekstur.
·
Meirihluti
(82%) telur það að hafa tækifæri til að vera eigin sinn herra hafi mikið
eða nokkuð um það að segja að þær fóru út í eigin atvinnurekstur.
·
73% þátttakenda segir sveigjanlegan vinnutíma
hafa haft mikið eða nokkuð um það sama að segja.
·
Þrjár
af hverjum fimm segja að það að hafa betri aðstæður til að sinna
fjölskyldu og börnum hafi haft mikið eða nokkuð með það að segja að þær hófu
eigin atvinnurekstur.
Hvað varðar framtíðarsýn í
rekstrinum þá er;
·
Meirihluti eða 63% eru á þeirri skoðun að það
sé frekar eða mjög mikilvægt að auka umsvif rekstursins. Einungis þriðjungur leggur upp úr fjölgun
starfsmanna.
·
Mikill meirihluti eða 83% telur mjög eða frekar mikilvægt að auka hagnað fyrirtækisins og
fer það hlutfall upp í 91% þeirra sem voru með 100 milljónir eða meira í veltu
árið 2015 en 79% þeirra sem voru með veltu undir þeirri tölu.
Tregða kvenna
til að veðsetja fasteign fjölskyldunnar
fyrir lánum vegna atvinnureksturs er ljós nú sem fyrr en mikill meirihluti
svarenda eða 84% telja að konur séu síður tilbúnar til þess en karlar.
Hvað varðar aðgang að lánsfé þá telja þrjár af
hverum fimm að lánastofnanir séu tregari
til að veita konum lán til
atvinnureksturs en körlum.
Frekari
niðurstöður verða kynntar á opnum fundi í Iðnó, fimmtudaginn 4. maí kl.16.00 og
eru fjölmiðlar velkomnir.