Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá er í nýútkomnu FKA-blaði.

„Ef fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að fá starfsumsóknir frá konum þá er spurning hver ásýnd fyrirtækisins sé, hvort að stjórnandinn sé búinn að byggja upp menningu eða umhverfi sem ekki er nógu aðlaðandi fyrir konur,“ segir Hermann í viðtalinu.

Fjallað er um félagskonur FKA og fjölbreytta starfsemi Félags kvenna í atvinnulífinu um land allt. Þar má einnig finna umfjöllun um helstu verkefni sem FKA hefur staðið fyrir og eru á döfinni á næstunni.

Sjóvá er leiðandi á sviði jafnréttismála á Íslandi og hefur verið einn af bakhjörlum Jafnvægisvogar FKA, enda fyrirtæki sem áttar sig á ávinningi sem felst af þátttöku allra kynja.

Takk Hermann Björnsson fyrir að verja tíma með FKA og gefa okkur öllum af þér!