Hið sívinsæla Jólarölt fyrir félagkonur FKA verður í Garðabæ.

Kæra félagskona!

Jólaröltið er fyrir félagskonur FKA og þið sem eigið eftir að skrá ykkur beðnar um að skrá ykkur en nánari upplýsingar fást hjá Viðskiptanefnd og á lokaðri síðu félagskvenna FKA sem hafa einnig borist í markpósti.

HVENÆR : 30. nóvember 2022

KLUKKAN:  Dagskrá hefst stundvíslega 17.00.

HVAR : Garðabær – Skráning HÉR

Stórglæsileg dagskrá árlegs jólarölts Viðskiptanefndar.

Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar tekur á móti okkur, við röltum um og þræðum allar glæsilegu verslanir og fyrirtæki sem eru í eigu FKA kvenna. Eftir röltið mun kvöldið enda á glæsilegri skemmtun þar sem frekari tími gefst fyrir tengslamyndun. Fyrir dagskrárlok verðum við meðal annars búnar að taka á móti leynigesti, njóta stundarinnar saman, njóta veitinga í föstu og fljótandi formi sem og fræðast, fá tilboð og smakk – síðast en ekki síst að lengja lífið með að hlæja saman með skemmtikrafti sem mætir á svæðið. Sagan segir að Happadrættið nái nýjum hæðum með svaðalegum vinningum en sjón er sögu ríkari.

Félagskonur sem vilja halda áfram þegar formlegri dagskrá lýkur um kl. 22 eru hvattar til að sameinast í bíla, strætó eða rölta á stað þar sem hægt er að tjútta jólin enn frekar inn.

Hlutverk Viðskiptanefndar er að efla viðskiptatengsl félagskvenna, skipuleggja heimsóknir til fyrirtækja í eigu eða rekstri FKA kvenna sem og ýmsa aðra viðburði eins og árlegt Jólarölt FKA.

Jólaröltið er einn af stóru viðburðum nefndarinnar.

Þá hefur verið gengið á milli nokkurra verslana í eigu FKA kvenna sem eru á sama svæði, fengin kynning á starfsemi þeirra, auk þess sem þetta er kjörinn vettvangur til að kaupa jólagjafir hjá félagskonum. Smakk, afslættir gjarnan í boði og ljúf samvera aðventunnar sem endar síðan á léttri skemmtun og konur snæða saman. Þessi viðburður er yfirleitt fyrsta fimmtudag í desember og hefur verið vinsæll og vel sóttur.

Hlökkum til að sjá ykkur og hlökkum til verja kvöldinu í dásamlegum félagsskap FKA kvenna.

Umfjöllun: ,,Kon­ur í at­vinn­u­líf­in­u nutu jól­a­and­ans í Hafn­ar­firð­i” Jólarölt 2021 t.d. HÉR.

Kærleiks og jólakveðjur,

Hlökkum til að sjá þig!

Viðskiptanefnd FKA

#FKA#FKAkonur#Hreyfiafl#Sýnileiki#Tengslanet#JólaröltFKA

Erla Símonardóttir

Helga Reynisdóttir

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir

María Hrönn Guðmundsdóttir Busk

Ragnhildur Vigfúsdóttir

Sara Baxter