Hlutfall kvenna yfir 50% í þremur landshlutum í sveitastjórnarkosningum 2018

Jafnvægisvogin, eitt af hreyfiaflsverkefnum, FKA vekur athygli á breyttu kynjahlutfalli í síðustu sveitastjórnarkosninum. Í mælaborði verkefnisins sést að kynjahlutfallið í kosningunum árið 2018 var 47.1% konur og 52.9% karlmenn sem er hækkun á hlutfalli kvenna sem nemur 3,3 prósentustig.

Tólf árum áður eða árið 2006 voru hlutföllin 35,6% konur á móti 64,4% karlar.

Það sem vekur athygli er að á Vesturlandi, Vestfjörðum og Höfuðborgarsvæðinu er hlutfall kvenna yfir 50% og er það í fyrsta sinn síðan mælingar á hlutfalli kynja í sveitastjórnum hófust að konur eru meirihluti sveitastjórnarmanna á þessum svæðum.

Í öðrum landshlutum er hlutfall kvenna á bilinu 37,7%-47,1% og er þar áberandi að Suðurnesin hafa staðið í stað frá árinu 2006. Hástökkvarar milli kosninga 2014 og 2018 eru Vestfirðir þar sem hlutfallið fór úr 43,6% upp í 52,5%.

 

Nánari upplýsingar eru að finna í mælaborði Jafnvægisvogarinnar á meðfylgjandi hlekk:

https://www.fka.is/jafnvaegisvog-fka/maelabord/