Hönnunarverðlaun í heimsklassa

Við óskum Hlédísi Sveinsdóttur og eigendum EON architecture til hamingju því EON hlaut fyrstu verdlaun i flokkunum “Institutional-museum/gallery” og “Residental large Houses” sem veitt voru við hátíðlega athöfn í New York á dögunum að viðstöddu fjölmenni á Waldorf Astoria hótelinu og Frank Gehry Building a Manhattan NY. Um 2000 manns sóttu í framhaldinu gala dinner.

I flokknum “Institutional-museum/gallery”,  deildi EON fyrsta sætinu með Sept.11 National Memorial Museum á ground zero a Manhattan, en verkefni EON er “Mt Hekla, Volcanic Museum” sem er við rætur Heklu i landi Leirubakka.

I flokknum “Residental large Houses”, bar EON sigur ur býtum og hlaut 1. sæti með “House of Shapes” i Kópavogi.

Við eigum svo sannarlega hönnuði á heimsmælikvarða og sendum hamingjuóskir til eigenda og starfsmanna EON ehf.  

http://www.interiordesign.net/…/2360-1000-attend-interior-…/