Hrafnhildur Hafsteinsdóttir til Hjallastefnunnar

Hrafnhildur hefur verið ráðin í nýtt starf markaðs- og gæðastjóra hjá Hjallastefnunni. Hún mun stýra markaðs- og gæðamálum, sjá um viðburði, samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla, innleiðingu umbótaverkefna ásamt yfirsýn yfir þjálfun starfsfólks og uppbyggingu á þeim þætti í starfinu.

FKA-19-05-15-14740_1567769232113Hulda Ragnheiður formaður FKA segir það áskorun að fylla skarð Hrafnhildar og hún sé sannfærð um að hún eigi eftir að gera frábæra hluti hjá Hjallastefnunni. “Það er einfaldlega þannig að ég vil að hver og einn fá að njóta sín í bestu mögulegu tækifærum hverju sinni. 

Þetta er klárlega tækifæri sem sameinar marga af styrkleikum Hrafnhildar í einu starfi. Hrafnhildur hefur komið mjög sterk inn sem framkvæmdastjóri FKA en við vitum að hún mun áfram verða öflug félagskona í FKA.”

HrafnhildurHafsteinsdottir“Eftir þrjú frábær ár sem framkvæmdastjóri FKA er komið að kaflaskiptum. Ég hef verið svo lánsöm að vinna með fjórum stjórnum, þremur formönnum og hundruðum kvenna að þeim mikilvægu verkefnum sem félagið stendur að. Það er ánægjulegt að skilja við félagið á sterkum rekstrargrundvelli, fjöldi félagskvenna og viðburðarfjöldi hefur aukist ár frá ári og félagið eflst. Ég hlakka til að taka áfram virkan þátt í starfi FKA sem félagskona og markaðs og gæðastjóri Hjallastefnunnar.” segir Hrafnhildur.

Hrafnhildur mun taka við stöðu markaðs- og gæðastjóra Hjallastefnunnar á næstu vikum en sinna starfi framkvæmdastjóra FKA þangað til ráðið hefur verið í hennar stað. 

Starf framkvæmdastjóra FKA verður auglýst á næstunni í samvinnu við Hagvang.