Hugrekki er smitandi og það er nóg af því innan FKA!

,,Það er svakalega gaman að finna hve mikilvægt félagið er konum og upplifa þá vigt sem FKA hefur í samfélaginu. Það er mikið leitað á skrifstofu félagsins þegar þörf er á sérþekkingu á einhverju sviði, sem fer afskaplega vel saman við þann metnað sem ég hef fyrir hönd félagskvenna um land allt.

Það er ekki til eitthvert eitt skapalón fyrir fjölbreyttan hóp félagskvenna FKA en það er raunveruleiki þarna úti sem sameinar konur og öflugar deildir, nefndir og ráð ásamt stjórn eru að leggja línurnar um hvernig má uppfylla þarfir á starfsárinu.

Hugrekki er smitandi og það er nóg af því innan FKA, sem kemur sér vel á tímum þar sem við lifum frasann: „Life is What Happens to You While You’re Busy Making Other Plans“.”

(MARKAÐURINN / Fréttablaðið / 27. áúst 2020 / Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA) #fka

Lesa HÉR

Mynd frá Inga Arnardóttir.