Hvaða konur vilt þú heiðra á FKA Viðurkenningarhátíðinni? Opið fyrir tilnefningar!

Hvaða konur viltu að verði heiðraðar á FKA Viðurkenningarhátíðinni?

Það er opið fyrir tilnefningar og skilafrestur til klukkan 12 að hádegi þann 26. nóvember 2020.

Tilnefna HÉR.

Niðurtalningin er því hafin fyrir Viðurkenningarhátíð Félags kvenna í atvinnulífinu FKA þar sem veittar verða viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd:

FKA viðurkenningin

FKA þakkarviðurkenningin

FKA hvatningarviðurkenningin

„…um að gera að vinda sér í þetta verkefni. Það er svo mikilvægt að beina kastaranum að flottum fyrirmyndum, fjölbreytileika og hægt og bítandi pakka saman endingargóðum mýtum um allt og ekkert,“ segir Andrea.

Konurnar sem eru tilnefndar þurfi ekki að vera félagskonur FKA, hægt er að tilnefna í einum flokki eða öllum. Allir geta sent inn tilnefningu!

Mikilvægt er að fá á blað nöfn ólíkra kvenna af öllu landinu, fjölbreyttan hóp kvenna á lista sem dómnefnd mun vinna með og á endanum velja þær konur sem verða heiðraðar af FKA í janúar 2021.

Hægt er að sjá valforsendur og senda inn tilnefningar hér í frétt Viðskiptablaðsins HÉR.

#hreyfiafl #fka @Viðskiptablaðið #fkaviðurkenningarhátíð2021