,,Hvaða tré vilt þú verða?” FKA-konan Sigríður Bylgja í Segðu mér á Rás 1.

FKA-konan Sigríður Bylgja var í þættinum Segðu mér hjá Sigurlaugu M. Jónasdóttur á Rás 1.

Sigríður Bylgja er stórhuga frumkvöðull sem er varaman/varamaður í stjórn FKA sem hefur undanfarin fimm ár unnið af öllu hjarta við að gera verkefnið sitt að veruleika.

,,Verkefnið heitir Tré lífsins og mun bjóða fólki upp á nýja valmöguleika við lífslok. Tré lífsins mun byggja og reka glæsilega athafna- og bálstofu með kyrrðar- og kveðjurými, opna Minningagarða þar sem við getum látið gróðursetja öskuna okkar ásamt tré og skráð lífshlaupið okkar og hinstu óskir í Lífsbókina, rafræna hluta verkefnisins.”

Tré lífsins mun bjóða upp á persónulega þjónustu til að koma til móts við ólíkar þarfir fólks.

Sigríður Bylgja var í Segðu mér hjá Sigurlaugu M. Jónasdóttur í dag, fimmtudaginn 27. ágúst 2020.

HÉR má hlusta á viðtalið.