Hverjar þrjár úr hópi tvö hundruð tilnefndra kvenna hljóta FKA viðurkenninguna? Bakaríið á Bylgjunni.

Konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar á Viðurkenningarhátíð FKA.

Viðurkenningarhátíð FKA fer fram í takt við nýja tíma og nú sem sjónvarpsþáttur.

Hverjar þrjár úr hópi tvö hundruð tilnefndra kvenna hljóta FKA viðurkenninguna, FKA þakkarviðurkenninguna og FKA hvatningarviðurkenninguna 2021?

Eva Laufey og Svavar Örn opna Bakaríið á hverjum laugardagsmorgni á Bylgjunni og Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA var í viðtali í Bakaríinu í morgun.

Viðtal um Félag kvenna í atvinnulífinu FKA, Viðurkenningarhátíð FKA sem verður sjónvarpsþáttur á Hringbraut miðvikudaginn 27. janúar 2021 kl. 21.00.

Viðtalið má heyra HÉR.

Eva Laufey, Svavar Örn, Þráinn og Andrea.