Hvernig getur fka nýst mér?

Fræðslunefnd býður til fyrsta fræðslufundar vetrarins. Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli fimmtudaginn 20. september frá kl. 8.30-10.00 

Hvernig getur FKA nýst mér?

 • Ertu ein af þeim sem tekur ekki þátt…en ert „alltaf á leiðinni“?
 •  
 • Ertu að mæta á félagsfundi…en vilt fá enn meira út úr félaginu?
 • Þekkir þú einhverja sem á heima í FKA…bjóddu henni með þér!

Hvort sem þú ert öflug félagskona eða ein af þeim sem er alltaf á leiðinni þá er kjörið að mæta á þennan fund og byrja starfsárið af krafti. Þrjár reyndar félagskonur deila reynslu sinni af því að nýta sér tengslanet á borð við FKA og hvaða sýn þær hafa á tengslaneti kvenna::

 1. 1.       Hafdís Jónsdóttir – formaður FKA og framkvæmdastjóri í Laugar Spa:  
  Dísa er meðlimur til margra ára. Dísa starfaði í nefndum áður en hún tók við formennsku. Hvað hefur nýst henni sérstaklega vel og hvað telur hún að nýtist konum best í FKA?

 

 1. 2.       Jónína Bjartmarz – fyrsti formaður FKA og forstjóri OK ltd.:
  Ein af þeim konum sem kom að stofnun félagsins og á þeim tíma var hún í mjög karllægu umhverfi. Hvaða sýn hafði hún á FKA þá og hvernig lítur hún á FKA í dag, hvernig telur hún að FKA sé að og geti nýst konum í atvinnulífinu sem best? 

 

 1. 3.       Kolbrún Jónsdóttir – frkvstjóri Kjölfestu og félagskona í nýstofnaðri deild LeiðtogaAuða innan FKA
  Kolbrún hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi en hún hefur starfað m.a. sem fjármálastjóri Húsasmiðjunnar, sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Vátryggingafélags Íslands, sem útibússtjóri hjá Íslandsbanka og síðar sat hún í stjórn bankans. Nýverið tók hún við sem framkvæmdastjóri Kjölfestu, nýs fjárfestingafélags í eigu 14 fagfjárfesta og þar af 12 lífeyrissjóða.

 

Fundarstjóri er Rakel Sveinsdóttir, stofnandi Confirmed News og formaður Fræðslunefndar

**

Það er tilvalið að taka með sér konur sem þið vitið að ættu heima í félaginu og/eða hafa lengi verið á leiðinni. Tækifærið er núna, þú vilt ekki missa af því!

Fræðslunefnd ásamt Tengsla- og nýliðanefnd taka vel á móti þér

Hvar:                     Sjáumst á Grand Hótel þann 20. september, kl. 8.30-10.00 – Húsið opnar 8.00
Kostnaður:            2.500 krónur (ath. skráið gesti í kerfi líka svo hægt sé að senda þeim reikning)

Reikningur verður sendur á kennitölu greiðanda í félagatali FKA. 
Gestir skrá sig einnig í kerfinu og við sendum reikning á kennitölu viðkomandi. 
Einnig geta félagskonur skráð sig + gest og innheimtist kostnaður við þann fjölda sem tiltekinn er.

Skráning nauðsynleg – Smelltu hér.