„I cannot do all the good that the world needs. But the world needs all the good that I can do.“

Rakel Lind Hauksdóttir varamaður í stjórn FKA sem situr í stjórn FKA Framtíð og í Alþjóðanefnd FKA er hér í viðtali í hlaðvarpi Óla Jóns.

Rakel Lind er fjármála- og fjáröflunarstjóri hjá SOS barnaþorp og segist tengja vel við setninguna „I cannot do all the good that the world needs. But the world needs all the good that I can do“ í starfi sínu.

Í þessu einlæga viðtali segir Rakel Lind okkur frá því hvað varð til að hún hóf störf hjá SOS barnaþorp, starfseminni þar og sögunni hjá SOS barnaþorp. Fjallar einnig um lífeyrismál sem er ein af ástríðunum og rifjar upp áhrifin sem Guðfinna S. Bjarnadóttir fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík hafði á líf sitt.

Hlusta má á viðtalið HÉR