Inga Birna framkvæmdastjóri WOW ferða

Hún starfaði m.a. sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands og sem forstöðumaður Vildarklúbbs Icelandair. Síðastliðin tvö ár hefur hún stýrt áskriftar-og þjónustudeild hjá 365. Inga Birna lauk BS prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands vorið 1999 og MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2006.

Ferðaskrifstofan WOW ferðir var stofnuð 29. febrúar 2012 og er hluti af WOW fjölskyldunni, með sömu starfsstöðvar og WOW air. WOW ferðir styðja við leiðarkerfi WOW air og bjóða upp á skemmtilegar og áhugaverðar ferðir til allra áfangastaða WOW air með sérstaka áherslu á fjölbreyttar pakkaferðir við allra hæfi. WOW ferðir munu bjóða upp á sérferðir, borgarferðir, golfferðir, skíðaferðir, leikhúsferðir, menningarferðir svo fátt eitt sé nefnt, með og án fararstjóra.