Stjórn FKA er afar þakklát fyrir áframhaldandi stuðning enda hefur bankinn gert félaginu kleift að þróa og styrkja innviði félagsins í heild.
Stjórnendur Íslandsbanka hafa ávallt haft það að leiðarljósi og um leið verið fyrirmynd í atvinnulífinu, er kemur að því að virkja kraft kvenna innan sinna raða. Þar er einnig lögð áhersla á jafnan rétt kynjanna í ráðningarstefnu bankans sem og jafnan rétt til starfsþróunar.
Eins hefur bankinn undirritað Jafnréttissáttmálann (e. Women‘s Empowerment Principles) sem er samstarfsverkefni Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna (UNIFEM) og Hnattræns samkomulags Sameinuðu þjóðanna um siðferði og ábyrgð í viðskiptum (e. United Nations Global Compact) og veitir leiðbeiningar um hvernig efla megi konur á vinnustaðnum, á vinnumarkaði og í samfélaginu.
Á myndinni má sjá formann FKA, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, ásamt Birnu Einarsdóttur bankastjóra, undirrita samstarfssamninginn.