,,Þau ykkar sem eruð með jafnréttismálin eins og heita kartöflu í ykkar umhverfi í leik og starfi þá skil ég ykkur. Góðu fréttirnar eru að það eru sérfræðingar í jafnréttismálum þarna úti sem geta auðveldlega hjálpað. Allir hafa eitthvað en enginn hefur allt. Ég kann jafnrétti en ég er til dæmis vonlaus í eldhúsinu, hrædd við salat en veit að ég get lært að elda. Ég fór nýverið í áskrift á salati og gaf fyrsta kassann sem ég fékk sendan heim í síðustu viku. Þegar ég fæ salatið sent heim í næstu viku þá ætla ég að vera búin að læra hvað ég á að gera við allt þetta framandi salat, spírur og græna gúmmilaði. En ég þarf að gefa mér tíma til þess og ég mun ná tökum á þessu en ég þarf að ætla mér það og gera það. Það er einmitt þannig með jafnréttið – Jafnrétti er ákvörðun.”
Loftum út – Orkuskiptin í fundarherbergjunum / Morgunfundur á netinu á mánudagsmorgun 2. nóvember 2020 um ferska framtíð. #fka#hreyfiafl
Nánar í Viðskiptablaðinu HÉR
Nánar um viðburðinn HÉR


