Jafnréttismál sem samfélagsmál!

Ekki bara eitthvað kvennamál

Eitt það allra mikilvægasta í seinni tíð er þegar farið var að tala um jafnréttismál sem samfélagsmál, mál okkar allra, stærra og meira en bara eitthvað kvennamál.

Við þurfum að vera vakandi fyrir bakslagi og stöðnun, varða velsæld fyrir okkur öll og draga sérfræðinga á sviði jafnréttismála í miklu meira mæli að borðinu – þetta eru fræði og það sýndi sig í COVID að það er mikilvægt að hafa vísindin í stórum skömmtum með brjóstvitinu.

Það er engin hjáleið og við þurfum að gera öll smáatriði sýnileg sem bera misréttið uppi.

Jafnréttið hefur sannarlega ekki komið af sjálfu sér.

Jafnrétti er ákvörðun á 19. júní og alla aðra daga!