Jól í september? Nei en það mætti halda það. Takk fyrir okkur!

Jól í september? Góð hugmynd en nei. Það mætti samt halda það miðað við gjafapokana sem félagskonur fengu með sér heim eftir Opnunarviðburð FKA.

Orkustöðin FKA var glæsilegur Opnunarviðburður félagsins sem haldinn var fimmtudaginn 2. september 2021.

Félagskonur fjölmenntu á stórglæsilegan viðburð og hófu starfsárið í dásamlegu veðri. Allar félagskonur fengu gjafapoka með sér heim og verðlaun voru veitt í Lopapeysukeppninni.

Nokkrar félagskonur höfðu orð á því með bros á vör að gjafapokarnir væru of veglegir til að fara með í strætóinn í bæinn úr Elliðaárdalnum. Ákveðið lúxusvandamál sem stjórn og framkvæmdastjóra hefur verið fyrirgefið.

Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir að hjálpa okkur að gleðja félagskonur við brottför úr dalnum.

#Vichy #Ölgerðin #Ísbúðinokkar #strætó #Storkurinn #Emmubúð #NóiSíríus #Blush #Danol #Orkan #Regalo #marianilastockholm

Viðburðir að bætast við á dagatal félagins í viku hverri, fjölbreytt dagskrá fyrir konur um landið allt.

Komdu með!

Nánar á heimasíðunni á fka.is