Jólahátíð og jólamarkaður FKA í vikunni

Viðburður:      Jólahaðborð & magnaður jólamarkaður FKA
Þema:             Jólagjafir
Staður:           Satt Hotel Reykjavík Natura
Tími:               Fordrykkur hefst kl. 18:00
Verð:              7.700 krónur fyrir félagskonur / 8.700 fyrir utanfélagskonur

Þáttaka/kynning á jólamarkaði kostar ekkert.
Skráning:      Nauðsynlegt er að skrá sig í matinn – SMELLTU HÉR.

Til að skrá sig sem þátttakandi á jólamarkaðinn – sendið póst í netfangið hpeter@mmedia.is

Ágætu FKA konur.

Jólahaðborð & magnaður jólamarkaður FKA á Satt 2012

Sígild hátíðarstemmning þar sem gömlu hefðirnar verða í heiðri hafðar. Matarkyns hefðir sem gera jólin að sannri hátíð. Við hittumst, gleðjumst og borðum góðan mat enda er jólahlaðborð FKA farið að skapa sér fastan sess á aðventunni.

Jólamarkaðurinn okkar á jólahátíðinni hefur einnig vaxið fiskur um hrygg með hverju ári og núna ætlum við að vinna með þemað – Jólagjafir – og sannarlega að standa undir því að hann verði magnaður. Þannig að Viðskiptanefndin ásamt stjórn setja markið á að vera með troðfullan sal af glimrandi jólagjöfum og glæsilegum konum sem njóta þess að byrja að versla jólagjafirnar á staðnum. Jólahátíðin fer fram 15. nóvember og hefst kl. 18:00. Til að auka líftíma jólamarkaðarins stendur til að taka saman lista þar sem kæmi fram nafn fyrirtækis sem tekur þátt í jólamarkaðinum og möguleiki að segja frá 2-3 jólagjöfum. Þessi listi yrði svo settur inn á heimasíðuna, facebook og sendur í tölvupósti til allra FKA kvenna. Jólamarkaðurinn verður á sama stað og í fyrra á Hótel Natura og söluaðstaðan fyrirtækjunum að kostnaðarlausu. Vonandi komast allar að sem vilja en ef að við sprengjum salinn verður við að nota aðferðina fyrstir koma fyrstir fá. Við ætlum að hafa kvittanahappdrætti sem söluhvata eins og stundum hefur verið áður. Stefnum að því að hafa fáa en veglega vinninga.

Mundu mig – Ég man þig

Þær ykkar sem hafið áhuga á að selja jólagjafavörur á Magnaða jólamarkaðinum hjá FKA hafið vinsamlegast samband við Hildi Petersen / Viðskiptanefnd í hpeter@mmedia.is eða s: 894 3246.