„Jú hún var nú á þingi og ég nú líka því hún var ólétt af mér,“ Thelma Kristín verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA á Rás 1.

Thelma Kristín Kvaran verkefnastjóri Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA í Segðu mér á Rás 1.

„Var ekki mamma þín á þingi?“ Thelma svarar glöð í bragði: „Jú hún var nú á þingi og ég nú líka því hún var ólétt af mér.“

Þarna er hún að tala um móður sína, Kristínu Kvaran, sem var á þingi og fer Thelma Kristín yfir erfiða reynslu í viðtalinu, reynslu sem hún nær með ótrúlegum krafti og æðruleysi að nýta í leik og starfi.

Hlusta HÉR

Thelma Kristín Kvaran er sérfræðingur í ráðningum, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Intellecta auk þess að vera verkefnastjóri Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA.

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu er unnið í samstarfi með forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TBWA og Ríkisútvarpinu. Verkefnið hefur náð að festa sig í sessi enda sýna rannsóknir að aukinn jöfnuður kynja í stjórnunarstöðum stuðlar að betri árangri fyrirtækja. Látið ekki árlega ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar framhjá ykkur fara – Jafnrétti er ákvörðun!

Jafnvægisvogin HÉR

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #JafnvægisvogFKA #Jafnvægisvog #Jafnvægisvogin #RÚV #Rás1 #Segðumér @Sigurlaug M. Jónasdóttir @Thelma Kristín Kvaran #Intellecta #Forsætisráðuneytið #Sjóvá #Deloitte #Pipar/TBWA #Ríkisútvarpið