Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna var bjöllunni í Kauphöllunni hringt fyrir jafnrétti.
Fulltrúar frá stjórnum og framkvæmdastjórnum félaga á markaði ásamt fleirum voru viðstödd þegar Þorsteinn Viglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra og Rakel Sveinsdóttir, stjórnarkona í FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu hringdu bjöllunni fyrir jafnrétti kynjanna. Ráðherra sagði að við Íslendingar sem þjóð sem hefur verið í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu, þyrftum áfram að sýna djörfung til breytinga.