Komið með í Haustferð FKA – Setjum okkur framarlega á dagskrá á starfsárinu!

Kæru félagskonur FKA!

,,Suðurlandsferðin okkar” er 8. – 10.  október 2021.

„Mikið verður nú gaman þegar við loksins getum tekið á móti FKA konum úr öllum áttum inn á Suðurlandið!”

Haustferð FKA ber yfirskriftina VELLÍÐAN – GRÓSKA – UPPLIFUN.

Það er mikilvægt að hlúa vel að sér, rækta sig og fjárfesta í sér á tímum sem þessum og það ætlum við að gera.Þetta verður Suðurlandsferð eins og þær gerast bestar, þetta er ,,Suðurlandsferðin okkar” dagana 8. – 10.  október 2021.

Dagskrá ferðarinnar, hlekkur fyrir skráninga og upplýsingar um kostnað verður sendur út á næstunni en hér að ofan stendur ,,frítt”.

Hægt er að senda fyrirspurnir til Jónínu Bjartmarz / jonina@icelandeuropetravel.com

Takið helgina frá – Setjum okkur framarlega á dagskrá á starfsárinu!

MYND: Stjórn A-FKA.

Með hlýjum sumarkveðjum,
Atvinnurekendadeild A-FKA.