Bréf þetta var sent íslenskum fjölmiðlum á dögunum:
Til upplýsinga og fróðleiks
Breska lávarðadeildin er farin að blanda sér í umræðuna um skökk hlutföll kynjanna í miðlunum og bresku miðlarnir eru að fjalla um þetta og birta brot úr nýrri skýrslu House of Lord. Mjög léleg útkoma svo ekki sé meira sagt. Skýrslan nær yfir ritstjórnir, fjölmiðlamenn og viðmælendur. Alls staðar skökk kynjahlutföll þrátt fyrir samfélag þar sem konur eru jafn virkir þátttekendur á við karla.
- Hér er slóð á skýrsluna:
http://www.parliament.uk/business/committees/ committees-a-z/lords-select/ communications-committee/news/ wncab-report-publication/ - Set hér með íslenskar tölur til upprifjunar – sjá einnig viðhengi:
Hérlendis var hlutfall viðmælanda í ljósvakaþáttum og fréttum 70% karlkynsviðmælenda gegn 30% kvenkynsviðmælenda á tímabilinu 1. febrúar 2009 til 30. ágúst 2013. Heildarfjöldi viðmælenda var yfir 100.000. Von er á nýjum tölum fyrir 2014 á næstunni. FKA mun halda áfram að taka út stöðuna til ársins 2017. - Við hvetjum ykkur til að vera á tánum og meðvituð um þetta og á næstu vikum birtum við nýjar tölur fyrir 2014. Og verkefnið okkar heldur áfram til 2017:
http://www.fka.is/um/frettir/nr/138
Minni um leið á að FKA heldur úti virkum 450 kvenna viðmælendalista úr atvinnulífinu. Þannig viljum við halda áfram að hrekja þá mýtu að konur gefi ekki kost á sér sem viðmælendur. En af 1100 konum í félagatalinu okkar – gefur tæpur helmingur kost á sér og fer sá hópur sífellt stækkandi:
- Í félagatali FKA má leita eftir nafni, fyrirtæki og lykilorðum (Tags). Einnig má hlaða niður Excel lista beint úr kerfinu til að fá hugmyndir að viðmælendum sem gefa kost á sér – sjá einnig í viðhengi:
http://www.fka.is/felagatal/#fjolmidlar
Ítarlegri upplýsingar og ávallt til þjónustu reiðubúnar: