Konur 31% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri

Samkvæmt nýrri úttekt Creditinfo sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins taka lög um kynjakvóta í stjórnum til 287 fyrirtækja um þessar mundir. Í árslok 2013 voru konur 31% stjórnarmanna og karlar 69% í þessum fyrirtækjum. Árið 2009 var hlutfall kvenna 20% í stjórnum fyrirtækja með a.m.k. 50 heilsárstarfsmenn og hlutfall karla 80%. Rúmlega helmingur þessara fyrirtækja uppfylla skilyrði laganna um kynjahlutföll. 

Ákvæðið um kynjakvóta í stjórnum nær til hlutafélaga og einkahlutafélaga þar sem starfa 50 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli. Í þriggja manna stjórnum skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Ákvæðið öðlaðist gildi 1. september 2013.


Hér má nálgast frétt SA í heild – SMELLTU HÉR