,,Konur á kortið á Austur­landi!” Grein á Vísi.

Konur á kortið á Austur­landi!

,,Ég hlakka til að taka þátt í að skrifa okkur, konur á Austurlandi, inn í söguna á fimmtudaginn og ég vona að þú látir þig ekki vanta!” segir Heiða Ingimarsdóttir stofnmeðlimur FKA Austurland í grein á Vísi HÉR.

ALLAR félagskonur af landinu öllu eru velkomnar raun eða raf á stofnfund nýrrar deildar 25. mai 2023 kl. 17.

Stofnfundur FKA Austurland verður haldinn fimmtudaginn 25. maí kl. 17:00. Allar félagskonur FKA eru velkomnar og hvattar til þátttöku á þessum einstaka viðburði.

Félagskonur af landinu öllu eru velkomnar – Skráið ykkur til leiks HÉR á viðburðadagatali FKA 

Markmið með stofnun FKA Austurland er að efla konur, stuðla að auknu samtali kvenna á milli, fjölga tækifærum kvenna í atvinnulífinu á Austurlandi ásamt því að tengjast öðrum félagskonum FKA óháð staðsetningu.

-Ekki láta þennan viðburð fram hjá ykkur fara, sama hvar þið eruð staddar. Verðum raun og raf!

Hvar: Vök Baths, Egilsstöðum og í gegnum Zoom-fjarfundarbúnað. Slóð á fundinn verður send á skráðar konur og sett inn á viðburðinn á FB.

Hvenær: 25. maí, 2023 klukkan 17:00-19:00

Skráning: HÉR á viðburðadagatali FKA  Zoom hlekkur fer þar inn og verður sendur á skráðar konur.

HVAR: VÖK Baths VÖK kort og uppl. HÉR

Nánari upplýsingar í tölvupósti fka@fka.is

Fyrirsvarsmenn félagsdeildar: (Ingunn) Heiða Ingimarsdóttir og Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir.

Stjórn FKA fagnar frumkvæðinu og við hlökkum til að heyra í og fylgjast með uppbyggingu á landsbyggðadeildinni FKA Austurland. Stjórn hvetur allar félagkonur FKA að mæta á stofnfundinn raun eða raf!

Hlökkum til að sjá ykkur!  

#FKA #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAkonur #VÖKBaths #FKAAusturland Heiða Ingimarsdóttir Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir Adalheidur Osk Gudmundsdottir