Konur eru 25% stjórnarmanna í fyrirtækjum

Konur voru 25,1% stjórnarmanna fyrirtækja greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá í fyrra. Konum í stjórnum fyrirtækja hefur fjölgað jafnt og þétt í gegnum tíðina. Þær voru 21,9% stjórnarmanna árið 1999 og 22,9% árið 2008, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar .

Hagstofan segir að konum hafi fjölgað mikið í stjórnum stærri fyrirtækja undanfarin ár. Árið 2013 voru konur ríflega 30% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri til samanburðar við tæplega 15% árið 2008. Skýring á þessum miklu breytingum má rekja til nýrra laga um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja.

Fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn eru tæplega 98% af fjölda fyrirtækja sem greiða laun. Hagstofan segir að athygli vekur að hlutfall kynja í stjórnum þeirra fyrirtækja hefur lítið breyst á síðustu árum.

Hér er fréttin í heild á vef Viðskiptablaðsins – SMELLTU HÉR