Konur eru konum bestar

Konur eru konum bestar

Fkaframtidflyergeneral.001

Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) hefur síðastliðin 20 ár byggt upp öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins. Það hefur verið leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins og styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameina þær til aukins sýnileika og þátttöku. Félagið bíður upp á um 100 tengslamyndunar- og fræðsluviðburði árlega fyrir sínar félagskonur.

Iris-fka-framtidÍ slíku tengslaneti býr ótrúlegur auður, þekking og styrkur þar sem kvennlegt afl kemur saman í þeirri trú að konur nái meiri árangri ef þær standa saman. Að konur geti, og eigi, að vera konum bestar. “Það er ótrúlega magnað að finna fyrir samstöðunni innan félagsins” segir Íris Eva Gísladóttir í stjórn FKA Framtíðar. “Það er óþarfi að við rekumst allar á sömu veggina þegar við getum lært hver af annarri og byggt þannig upp þekkingabrunn fyrir þær konur sem koma á eftir”.

FKA Framtíð var stofnuð á síðasta ári, sem liður að því að byggja brú til yngri kvenna sem vilja stækka tengslanetið og efla sig sem stjórnendur og leiðendur íslensks atvinnulífs. Nefndin hrynti meðal annars af stað, með Leiðtogaauði, einstöku mentor verkefni þar sem eldri og yngri konum var teflt saman til þess að efla hvora aðra. Samstarfsverkefni sem mun vera endurtekið á komandi vetri.

Aukin áhersla á tengslamyndun yngri kvenna er ekki úr lausu lofti gripinn, heldur er það markvist spor tekið í átt að því að brjóta hið ósýnilega glerþak sem enn finnst í íslensku atvinnulífi. Því að þrátt fyrir að jafnrétti hafi náðst á mörgum sviðum hér á landi þá hallar enn undan fæti þegar kemur að hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum, en aðeins 26% stjórnarmanna fyrirtækja eru konur og er hlutfallið enn lægra (22%) er kemur að konum í framkvæmdastjórnunarstöðum. Erfitt hefur verið að brjóta þetta glerþak, en þessi hlutföll hafa nær staðið í stað á síðastliðnum árum.

Hrafnhildur-Hafsteinsdottir“Við vilijum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að þetta hlutfall réttist af sem allra fyrst!” segir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA. “Það er ótækt að þessi staða sé enn óbreytt”.

FKA Framtíð mun kynna dagskrá vetrarins á opnum viðburði í Húsi atvinnulífsins kl. 17 næstkomandi miðvikudag. Allar ungar konur sem vilja styrkja stöðu sína í atvinnulífinu eru hvattar til þess að koma.

https://www.facebook.com/events/272004463417664/