Konur festast á millistigi í kvikmyndaiðnaðinum

Hér má sjá frétt Mbl.is í heild – SMELLTU HÉR
Kvik­mynda­gerð er eitt síðasta vígi karla­veld­is­ins þar sem iðnaður­inn birt­ir oft brenglaða mynd af heimi kvenna og fáar kon­ur eru í stjórn­un­ar­stöðum. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Lands­sam­bands Sjálf­stæðis­k­venna í dag sem bar yf­ir­skrift­ina „Hver er þessi ýlandi dræsa hér?“ og fjallaði um stöðu kvenna í ís­lenskri kvik­mynda­gerð.

Meðal fyr­ir­les­ara var fram­leiðand­inn Krist­ín Atla­dótt­ir sem tekið hafði sam­an lyk­il­töl­ur um kon­ur og kvik­mynd­ir á síðustu árum. Hún greindi meðal ann­ars frá því að í 18 af þeim 34 árum sem Kvik­mynda­sjóður hef­ur verið til leik­stýrðu eng­ar kon­ur ís­lensk­um kvik­mynd­um.

Sagði Krist­ín að þrátt fyr­ir að heild­ar­fjöldi fram­leiddra kvik­mynda hefði auk­ist um 100% frá milli tíma­bil­anna 1980 til 1997 og 1998 til 2014 hefði kven­kyns leik­stjór­um fram­leiddra mynda aðeins fjölgað um einn milli tíma­bila.

Kvik­mynda­fram­leiðand­inn Birna Ein­ars­dótt­ir sagði fund­ar­mönn­um frá reynslu sinni af gerð heim­ild­ar­mynd­ar­inn­arHöggið sem fjall­ar um sjó­slys sem átti sér stað á jólanótt árið 1986 þegar sex menn fór­ust með MS. Suður­land. Mynd­ina gerði Birna ásamt tveim­ur systr­um sín­um og sagði hún að þeim hefði aldrei dottið í hug að gera svo karllæga mynd ef leik­ar­inn Stefán Karl Stef­áns­son hefði ekki komið með verk­efnið á þeirra borð.

„Mun­ur­inn sem við finn­um frá því að við hóf­um ferlið og síðan við kláruðum verkið er helst sá að fyrst töluðu all­ir um að það væru þrjár kon­ur sem stæðu á bak við mynd­ina. Núna þegar verkið er til­búið tal­ar það sínu máli,“ sagði Krist­ín.

Hér má sjá frétt Mbl.is í heild – SMELLTU HÉR