Konur hvattar til að skrifa sig inn í söguna og nýta kraftinn sem gustar af þeim eftir Sýnileikadag FKA!

Ástríða, samfélagsmiðlar, grunngildin okkar, atvinnuviðtalið, stafrænir viðburðir og svör við erfiðum spurningum. Já, það verða landsþekktir fyrirlesarar eins og Alda Karen Hjaltalín, Sölvi Tryggvason, Ósk Heiða Sveinsdóttir, Ásgeir Vísir, Anna Steinsen, Dj. Margeir og Sesselía Birgisdóttir sem stíga á stokk dagskrá Sýnileikadags FKA sem fer fram í dag, laugardaginn 27. febrúar 2021 og hefst stórglæsileg dagskrá kl. 11.

„Félagastarfið hjá FKA hefur ekki verið óhreyfð lagervara og sífellt verið að nálgast hlutina með nýjum hætti,“ segir í tilkynningu frá FKA sem heldur Sýnileikadag í dag, laugardaginn 27. febrúar.

Konur hvattar til að skrifa sig inn í söguna og nýta kraftinn sem gustar af þeim eftir Sýnileikadaginn seinni partinn.

Sýnileiki, hreyfiafl og tengslanet í takt við nýja tíma hjá FKA.

Félag kvenna í atvinnulífinu FKA eru félagasamtök fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. Um er að ræða öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins, leiðandi hreyfiafl sem styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku. Félagið var stofnað árið 1999 og eru tólfhundruð konur í félaginu í dag. „Félagsaðild er frábær fjárfestingakostur fyrir konur til að læra, vaxa, tengjast og fjárfesta í sér og setja sig á dagskrá,“ segir í fréttatilkynningu um Sýnileikadag FKA sem er haldinn í dag laugardaginn 27. febrúar 2021 og hefst dagskrá kl. 11.

„Pálmar Ragnarsson fjallar á kröftugan hátt um hvernig við getum nýtt ástríðu okkar til að ná framúrskarandi árangri, Maríanna Magnúsdóttir, Gerður Huld Arinbjarnardóttir og DJ Margeir gefa félagskonum fjölbreytt tól í verkfærakassann er kemur að því að koma sér eða fyrirtækinu sínu áfram á samfélagsmiðlum,“ segir í tilkynningu frá FKA.

„Kathryn Elizabeth mun fjalla um listina að vera þú með því að nýta sín grunngildi til að móta starfsframa sinn og Brynja Gröndal mun fjalla um hvernig best sé að höndla atvinnuviðtalið. Auður Inga Einarsdóttir, stafrænn markaðsstjóri Advania, mun fjalla um lykilinn að því að halda vel heppnaðan stafrænan viðburð. Ragnheiður Aradóttir mun hjálpa okkur að öðlast öryggi í að svara erfiðu spurningunum, Silja Úlfars stígur á svið og þannig má lengi telja.“

Öflugt starf um land allt og félagskonur færst nær hverri annarri á tímum Covid.

Stór hluti starfsemi FKA fer fram innan deilda, nefnda og heldur FKA úti öflugu starfi á höfuðborgasvæðinu og á landsbyggðinni þar sem hlutverk landsbyggðadeilda er að efla konur um land allt og styrkja tengslanet nærumhverfis. „Tæknin hefur fært félagskonur af landinu öllu nær hverri annarri á tímum Covid og aukið samtalið og jafnræði,“ segir í tilkynningu.

Konur njóta dagsins í sinni „Sýnileikakúlu“.

„Já, það er mikil eftirvænting og nokkrar félagskonur í FKA Norðurlandi ætla að vera í sinni „Sýnileikakúlu“ og horfa á útsendingu frá Sýnileikadegi FKA í deildinni hjá okkur,“ segir Jóhanna Hildur Ágústsdóttir framkvæmdarstjóri og stjórnarkona FKA Norðurlandi. „Án þess að gefa afslátt af sóttvörnum að sjálfsögðu,“ bætir hún við.

Sýnileikanefnd FKA reyndir viðburðarstjórar og félagskonur.

„Við kynnum með stolti Sýnileikanefnd FKA 2021,“ segir í tilkynningu en í nefndinni eru Anna Björk Árnadóttir viðburðastjóri, Íris E. Gísladóttir, eigandi Evolytes, Steinunn Camilla Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri, frumkvöðull og umboðsmaður Iceland Sync Management ehf. og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir product Owner hjá Wise lausnir ehf. Stjórnarkonurnar Vigdís Jóhannsdóttir hjá Stafrænu Íslandi og Ragnheiður Aradóttir hjá PRO hafa verið nefndinni innan handar.

Fjárfestu í sjálfri þér!

„Með því að vera FKA kona tekur þú þátt í fjölbreyttu starfi, ert partur af hreyfiafli og þessu öflugu tengslaneti kvenna. Félag kvenna í atvinnulífinu styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku og hefur tekist að vinna með sýnileika, tengslanet og hreyfiafl í takt við nýja tíma.

Settu þig á dagskrá og vertu með. Kynntu þér dagskrá Sýnileikadagsins laugardaginn 27. febrúar 2021, skráðu þig í félagið á heimasíðu FKA og taktu þátt!“ segir að lokum.

Frekari upplýsingar á www.fka.is.

#fka #hreyfiafl #Sýnileiki #SýnileikadagurFKA2021 #fka #hreyfiafl #Sýnileiki #SýnileikadagurFKA2021

Anna Björk, Íris, Steinunn Camilla og Þórhildur Fjóla ásamt stjórnarkonunum Vigdísi og Ragnheiði.

Jóhanna Hildur Ágústsdóttir framkvæmdarstjóri og stjórnarkona FKA Norðurlandi.