Kosið um þrjú stjórnarsæti á aðalfundi FKA 10. júní 2020.

Áhugasamar félagskonur um framboð til stjórnar eru hvattar til að skoða málið, kynna sér hlutverk og störf stjórnar FKA. Hvað hefur þú fram að færa í stjórn FKA? Hefur þú leitt hugann að því? Viltu gefa kost á þér í stjórn, leggja félaginu lið og hafa áhrif á starfið?

Konur geta boðið sig fram til stjórnarkjörs fram að og á aðalfundi. Boðið er upp á kynningu á framboðum sem send verður út viku fyrir aðalfund, 3. júní 2020. Frestur til að senda kynningar sem óskað er eftir að fari með í kynningarpósti til félagskvenna er til og með laugardagsins 30. maí 2020. Kynningu skal senda á PDF skjali á fka@fka.is merkt ,,Framboð til stjórnarkjörs 2020″.

Aðalfundur verður rafrænn miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 17.00.

Kær kveðja frá stjórn FKA!