Kraftlyftingar og hugrekki kemur við sögu hjá nýrri stjórn FKA Norðurlandi.

Kraftlyftingar og hugrekki kemur við sögu hjá nýrri stjórn FKA Norðurlandi sem tekur nú við keflinu.

Aðalfundur FKA Norðurland var haldinn 25. ágúst síðastliðinn. Fundurinn var haldinn í Borgum sal Háskólans á Akureyri í raunheimum og streymt fyrir konur nær og fjær.

Ný stjórn var kjörin og þær eru í stafrófsröð:

Aðalbjörg Kristín Snorradóttir

Ingibjörg Þórðardóttir

Jóhanna Hildur Ágústsdóttir

Sif Jónsdóttir

Aðalbjörg Kristín Snorradóttir er fyrirtækjaeigandi á Ólafsfirði, stjórnarmaður Snorrason Holdings ehf og einn af stofnfélögum Kraftlyftingarfélags Fjallabyggðar.

Ingibjörg Þórðardóttir er eigandi fyrirtækisins Hugrekki – Ráðgjöf og fræðsla en Ingibjörg var fyrst allra að bjóða upp á fjarheilbrigðisþjónustu árið 2013 sem hún stýrði frá Hrísey.

Jóhanna Hildur Ágústsdóttir er eigandi Matlifnunar og hefur verið formaður FKA Norðurlands og sinnt því hlutverki með þvílíkum glæsibrag og orku að eftir er tekið um land allt.

Sif Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Háskólanum á Akureyri sem hefur setið í stjórn FKA Norðurlands og verið þar ómetanlegur stuðningur við starfsemina.

Efri röð frá vinstri: Sif, Jóhanna, Allý og Ingibjörg.

Þakkir fær Jóhanna Hildur frá stjórn félagsins sem hefur dáðst af þessum öfluga formanni fyrir norðan og það verður spennandi að sjá hver tekur formanns næst, en það kemur allt í ljós von bráðar.

Ársskýrsla FKA Norðurland fyrir síðasta starfsár má finna HÉR

Sýnileikadagur FKA í Arion Borgartúni þar sem Jóhanna Hildur var með erindi.

Landsbyggðaráðstefna – stórviðburður FKA á Akureyri 23. september nk.

Ríkidæmi landsbyggðarinnar verður rætt á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, á opinni Landsbyggðarráðstefnu FKA sem haldin verður á Akureyri.

Ráðstefnan ber nafnið Eldhugar en fyrirlesarar verða konur um allt land sem hafa hugrekki og víðsýni að vopni og hafa náð að töfra fram spennandi nýsköpun og tækifæri.

Við fáum að heyra sögur af sigrum og áskorunum, fáum tæki til að efla tengslin og láta til okkar taka á spennandi tímum þar sem ólíkar raddir og skapandi nálganir um mikilvæg viðfangsefni samtímans.

Landsbyggðarráðstefna FKA, sem verður þann 23. september nk. í Háskólanum á Akureyri kl. 15, er opin almenningi. Að ráðstefnu lokinni heldur dagskrá áfram fyrir félagskonur FKA með kvöldverði og tengslamyndun. Á laugardeginum verður farið í fyrirtækjaheimsóknir til öflugra félagskvenna á Norðurlandi, Skógarböðin heimsótt og konur af landinu öllu sameinast í höfuðstað Norðurlands til að upplifa orkuna sem gustar þar af konum, eiga samtalið og stilla saman strengi.

Almenningur er hvattur til að mæta í Háskólann á Akureyri 23. september kl. 15 eða nýta sér streymi ráðstefnunnar.

Skráning fer fram hér

Takk fyrir ykkur kæru félagskonur nær og fjær og allar í landsbyggðadeildinni FKA Norðurlandi – nánar um deildina HÉR

#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet @Jóhanna Hildur Ágústsdóttir #FKANorðurland @Sif Jónsdóttir @Aðalbjörg Kristín Snorradóttir @Ingibjörg Þórðardóttir