FKA Suðurland og Nýsköpunarnefnd FKA stóðu saman að umræðufundi um fjármögnun nýsköpunarverkefna þar sem Ragnhildur, Hulda og Erna Hödd deildu reynslu sinni við fjármögnun fyrirtækja sinna í þeim tilgangi að hjálpa og hvetja aðrar konur við að sækja fjármagn. Fundurinn fór fram hjá Elfu Dögg í Skyrgerðinni í Hveragerði.
Áhugaverðar reynslusögur og góð ráð voru á hverju strái. Ragnhildur Ágústsdóttir sagði frá stofnun Icelandic Lava Show. Hulda Brynjólfsdóttir sagði frá stofnun smáspunaverksmiðjunnar Uppspuna. Erna Hödd Pálmadóttir leiddi fundargesti í gegnum tilurð Beauty by Iceland. Þá kynnti Ingunn Jónsdóttir Uppbyggingarsjóð Sunnlenskra sveitarfélaga og Svava Ólafsdóttir gaf góð ráð við stuttar og áhrifaríkar kynningar á verkefnum. Fundarstjóri var Laufey Guðmundsdóttir.