Kvennafrídagurinn í dag! Við erum öll búin að gíra okkur upp fyrir jafnréttið er það ekki?

Við erum öll búin að gíra okkur upp fyrir jafnréttið er það ekki?

Þakkir til formæðra sem eru steypustyrktarjárnin og þeirra sem hafa barist fyrir jöfnum rétti og tækifærum fyrir öll kyn.

,,Kvennafrídagurinn er baráttudagur sem var fyrst haldinn árið 1975 í tilefni af því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgaði árið málefnum kvenna og 24. október er Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna. Um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu í vinnum. Talið er yfir 25.000 konur hafi komið saman og íslensk kvenréttindasamtök vöktu athygli innanlands og í erlendum fjölmiðlum.”

Áhersla hefur verið lögð á margbreytileika, persónulegt frelsi og sjálfsákvörðunarrétt en staðreyndir sýna að verulega hallar á konur og að kynin standa ekki jafnfætis þegar kemur að því að nýta sér jafnréttið. Fjölbreytileiki er ekki ný áleggstegund og það er Félagi kvenna í atvinnulífinu FKA ekki heldur. Hér á ferðinni hópur 1250 ólíkra kvenna um land allt sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. Tilbúnar að taka pláss, gera sig gildandi, vera hreyfiafl og MAN-eflandi félagsskapur.

Það er þetta tengslanet sem er okkar auður í FKA.

Það er þetta tengslanet sem er okkar auður í FKA. Til að fara eftir lögum, kjósa konur, versla við konur, ráða konur og mæla með konum þurfum við nefnilega að þekkja konur og þá kemur FKA til sögunnar. Við viljum jú jöfn tækifæri fyrir komandi kynslóðir.

Eigið góðan dag!

#FKA#FKAkonur#Hreyfiafl#Sýnileiki#Tengslanet#Kvennafrídagurinn