Kynning á Félagi kvenna í atvinnulífinu FKA fyrir konur á Austurlandi.
Tengslamyndun í FKA hefur fer fram á margvíslegan hátt og hefur tæknin á tímum Covid stækkað sviðið og fært félagskonur nær hverri annarri og einfaldað samtalið á milli ólíkra hópa á landinu öllu.
Félagskonur nýta tækifærin til að hittast í raunheimum í hælaskóm, sandölum, golfskóm, hlaupaskóm og gönguskóm og nú á netinu með konum á Austurlandi.
HVAÐ: Kynning á FKA fyrir konur á Austurlandi.
HVENÆR: 28. febrúar 2022 klukkan 18.
HVAR: Teams *Hlekkur á fundinn birtist hér á viðburði fyrir fundinn.
Dagskrá:
Guðný Birna Guðmundsdóttir // Formaður HS Veitna og formaður stjórnar FKA Suðurnes
– Fjallar um stofnun nýjustu landsbyggðardeildar FKA sem er á Suðurnesjum, verndandi þætti sem fylgir félagsaðild og tækifæri landsbyggðadeilda.
Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu
– Fjallar um hlutverk og gildi FKA.
Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA
– Fjallar um samtalið við félagskonur um landið allt, af hverju FKA er mikilægt, hverju það er að skila og hvað konur geta fengið útúr FKA.
Með breiðri samstöðu í samfélaginu trúum við að leiðin liggi áfram og upp – og við viljum fá þig um borð.

————————–
Félag kvenna í atvinnulífinu FKA // Nánar.
Hver og ein félagskona verður að finna sinn takt í félaginu en þess vegna erum við með ólíkar nefndir og deildir til að ná utanum ólíka hópa. Stór verkefni eru framundan eins og Landsbyggðaráðstefna, Sýnileikadagur í Arion, Fjölmiðlaverkefni, golfferð, heilsuefling, fundir og fræðsla til að efla andann.
Við vonum að þú sjáir þér fært að koma að hitta okkur og fræðast um FKA og mikilvægi félagsins fyrir samfélagið allt.
Hvetjum konur til að fjárfesta í sér, setja sig á dagskrá og gefa sér leyfi til að eiga áhugamál o.fl.
Félag kvenna í atvinnulífinu FKA var stofnað 9. apríl 1999 og var þá Félag kvenna í atvinnurekstri. Nú er það Félag kvenna í atvinnulífinu og telur rúmlega 1300 félagskonur af landinu öllu.
Í félaginu eru starfræktar þrjár deildir, sex nefndir, fjórar landsbyggðadeildir og stjórn heldur úti mikilvægum hreyfiaflsverkefnum eins og Jafnvægisvoginni og Fjölmiðlaverkefninu.
Um 100 konur eru í stjórn, nefndum, deildum og ráðum sem starfa fyrir FKA með það að meginmarkmiði að stuðla að eflingu kvenna í atvinnulífinu – sýnileika, tengslaneti og vera hreyfiafl.
Okkar ósk er að efla þátt kvenna í atvinnulífinu enda trúum við á fjölbreytni til að mæta þörfum samfélags og viljum sjá fólk af öllum kynjum, þjóðum, aldri og búsetu í áhrifastöðum.
FKA er skipað 1300 sérfræðingum kvenna, sem vilja láta rödd sína heyrast og mark á sér tekið.