Aðalfundur FKA 2013 fer fram þriðjudaginn 14. maí
- Félagskonur sem hafa áhuga á að leggja félaginu lið með starfskröftum sínum eru hvattar til að gefa kost á sér til stjórnar- og nefndarstarfa.
- Þær sem gefa kost á sér til formanns og stjórnar geta sent kynningabréf til félagskvenna líkt og kom fram í aðalfundarboðinu. Það fyrsta var sent 5. maí og síðari sending fer út að kvöldi 12. maí.
- Úr stjórn FKA ganga Hafdís Jónsdóttir, formaður og Svava Johansen. Bryndís Emilsdóttir og Rúna Magnúsdóttir hafa ákveðið að endurnýja framboð sitt til stjórnar.
Framboð sem borist hafa fyrir komandi kjörtímabil:
Embætti formanns:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir býður sig fram til formanns FKA
Framboð til stjórnar (í stafrófsröð):
Bryndís Emilsdóttir gefur kost á sér í stjórn FKA
Iðunn Jónsdóttir gefur kost á sér í stjórn FKA
Rúna Magnúsdóttir gefur kost á sér í stjórn FKA

Sigþrúður Guðmundsdóttir gefur kost á sér í stjórn FKA

**
Samþykktir félagsins – Smelltu hér
Stjórnarkjör
Dagskrá aðalfundar FKA 2013 er í samræmi við 7. gr. laga FKA og verður kosið um þrjú stjórnarsæti til 2ja ára, skv. 8. gr. laga félagsins. Á oddatöluári skal einnig kjósa formann.
Félagskonum í stjórnarframboði gefst tækifæri til að senda kynningu á sér til félagskvenna. Næstu kynningarbréf verða send 12. maí og þarf texti og mynd að hafa borist skrifstofu fyrir þann tíma. Einnig gefst tækifæri til að kynna sig á aðalfundinum. Konur geta boðið sig fram til stjórnarkjörs allt fram að og á aðalfundi en er þó bent á að ef framboð berst ekki fyrir 12. maí verða nöfn þeirra ekki skráð á kjörseðla sem prentaðir verða fyrir fundinn. Hins vegar verður hægt að bæta inn nöfnum á auðar línur á kjörseðlinum.
Nefndarkjör
Félagskonur sem hafa áhuga á að leggja félaginu lið með starfskröftum sínum eru hvattar til að gefa kost á sér til nefndarstarfa. Nefndir FKA eru kjörnar á aðalfundi og starfa að verkefnum sem þeim eru falin í samráði við og á ábyrgð stjórnar félagsins, skv. 11. gr. laga félagsins. Stjórn FKA auglýsir eftir framboðum til nefndarstarfa fyrir félagið næsta starfsár 2013-2014.
Konur sem gegnt hafa nefndarstörfum og hafa hug á því að starfa áfram þurfa að endurnýja framboð sitt. Félaginu er mikill akkur í því að hafa öflugar nefndir starfandi svo fleiri hugmyndir og viðhorf komi að borðinu til að efla starfsemi félagsins. Þær sem bjóða sig fram komast allar að og ekki er kosið um nefndarsetu á aðalfundinum, einungis tilkynnt hverjar hafa boðið sig fram. Áhugasamar sendi póst á hulda@fka.is