Kynningarfundur á Global Summit of Women í Varsjá Póllandi, 9. – 11. júní 2016


Kynningarfundur á Global Summit of Women í Varsjá Póllandi, 9. – 11. júní 2016

Alþjóðanefnd og Atvinnurekendadeild FKA standa fyrir kynningarfundi á þessari árlegu ráðstefnu sem að þessu sinni er haldin í Varsjá.

Ráðstefnan Global Summit of Women var fyrst haldin árið 1990 og er hún flutt á milli landa, út um allan heim. Viðburðurinn sameinar um 1000 konur úr atvinnulífinu, stjórnmálunum og frjálsum félagasamtökum og hefur FKA átt þátttakendur á ráðstefnunni um árabil.

Hér er slóð á heimasíðu ráðstefnunnar – SMELLTU HÉR

FKA er alþjóðlegur styrktaraðili ráðstefnunnar sem þýðir að félagskonur geta nýtt sér kjör félagasamtaka (NGO) við skráningu.

Kynningarfundurinn verður haldinn á Bryggjunni, Brugghús, þriðjudaginn 19. jan. n.k. kl.  12:15. Skráning nauðsynleg – Greitt á staðnum.