Allt er breytingum háð
,,Hvað er gott að hafa í huga við breytingar? Jákvætt hugarfar hraðar för. Skilningur á aðstæðum gefur forskot – breytingar eru óumflýjanlegar og knýja oftar en ekki vöxt og þroska – jafnvel hraðar en í eðlilegu taktföstu árferði. Iðulega leynast tækifæri í breytingum og þar spilar hugarfar grósku og framfara miklu máli til að opna fyrir sköpuninni sem leynist á milli krefjandi áskorana. Óttinn hefur lamandi áhrif og tefur dýnamískt ferli sem fer af stað við breytingar. Þolgæði, þrautseigja og þolinmæði eru sterkir samferðaaðilar til að þola þann titring sem fylgir óvissu umhverfis breytingar. Lærdómsferlið sem breytingar bjóða upp á færa með sér tækifæri til þroska og jafnvel visku.
En ætli lykilinnihaldsefnið sé ekki að tala, hugsa og framkvæma áfram og upp og hvetja til aðgerða. Við erum allar hæfileikaríkar, dugmiklar og kröftugar og eigum að styðja hvor aðra til dáða.
Sýnin mín til ykkar: Láttu ljós þitt skína og megi endurkastið speglast í sem flestum öðrum konum og efla ljósið þeirra.”
Sigríður Hrund stjórnarkona FKA, eigandi Vinnupalla ehf og fjárfestir.
Stjórn FKA tók yfir lyklaborðið í örskutstundu til að segja okkur frá sínum áherslum, slá tón og taktinn í upphafi starfsárs. Að öllu saman lögðu, ef við pökkum stemningunni inn í eina setningu þá er það ,,BORÐUM ÞENNAN FÍL!”
Saman borðum við fíl – einn bita í einu!
