Laufey Guðmundsdóttir nýr formaður FKA Suðurlandi, deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu.

Nýkjörin stjórn FKA Suðurlands haustið 2021

Laufey Guðmundsdóttir nýr formaður FKA Suðurlandi, deild innan Félag kvenna í atvinnulífinu.

Fjölbreytt starfsemi nefnda og deilda er um land allt hjá Félagi kvenna í atvinnulífinu FKA

Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins. Félagið er hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins, styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar konur til aukins sýnileika og þátttöku um land allt.

MYND // Nýkjörin stjórn FKA Suðurlands haustið 2021 // Svanhildur, Íris Tinna, Laufey, Margrét, Jessi og Hrönn. Á myndina vantar Herdís Friðriksdóttir.

Deildin er hreystivöllur fyrir konur á Suðurlandi.

FKA Suðurland er deild innan samtakanna sem er hreystivöllur fyrir konur á Suðurlandi sem vilja stórefla tengslanetið, styrkja sig og hafa áhrif í íslensku atvinnulífi. „Ég hlakka mikið til að fá að takast á við þetta skemmtilega hlutverk og hvet konur til að koma með,“ segir Laufey Guðmundsdóttir sem var kjörin formaður FKA Suðurlandi í gær. „Í gær afhenti Auður Ingibjörg Ottesen ritstjóri og eigandi tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn keflið yfir til mín. Hún hefur gert stórkostlega hluti fyrir deildina sem formaður og í okkar huga Orkubú Suðurlands,“ bætir Laufey Guðmundsdóttir við.

Einnig var kosin ný stjórn hjá FKA Suðurlandi. Þær eru Herdís Friðriksdóttir, Hrönn Vilhelmsdóttir, Íris Tinna Margrétardóttir, Jessi Kingan, Margrét Ingþórsdóttir og Svanhildur Jónsdóttir. Stjórn mun við fyrsta tækifæri hittast á fyrsta stjórnarfundi og skipta með sér verkum, ritari, gjaldkeri, samskiptafulltrúi, meðstjórnandi og varamenn.

MYND Ásta Kristjánsdóttir// Laufey Guðmundsdóttir Sýningarstjóri Jarðhitasýningar Orku náttúrunnar og nýkjörin formaður FKA Suðurlandi.

Kröftugt starfsár á Suðurlandi sem hefst með haustferð FKA á Suðurlandið.

Það er kröftugt starfsár, full af tækifærum, sem nú er hafið hjá Félagi kvenna í atvinnulífinu. Næst á dagskrá hjá FKA Suðurlandi er að taka á móti Atvinnurekendadeild FKA sem fer í spennandi haustferð um Suðurlandið dagana 8.-10. október. „Hvet konur til að skrá sig í þá ferð og tryggja sér sæti en það er margt annað framundan. Samtalið við hinar landsbyggðardeildirnar heldur áfram að gefa en það samstarf hófst formlega í fyrra þegar við skipulögðum frábæra landsbyggðaráðstefnu. Við komum til með að halda því áfram,“ segir Laufey að lokum.

Hægt er að sækja um aðild á forsíðu heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu á www.fka.is

Hlutverk FKA Suðurland // Deild innan FKA sem er skipað ríflega 80 konum sem koma úr fjölbreyttum starfsgreinum á Suðurlandi. Þátttaka hefur fært konum mikið og eflt samstöðu og einingu innan svæðisins. Það er mikil gróska í atvinnulífinu á Suðurlandi þar sem konur hafa gert sig gildandi í rekstri fjölmargra öflugra fyrirtækja, jafnt í ferðaþjónustu, verslun, handverki og hönnun, útgáfu og rekstri fjölbreyttra fyrirtækja. FKA Suðurland vill efla konur til ábyrgðar og þátttöku í atvinnulífinu með jákvæðri nálgun og gleði í fyrirrúmi.

Helstu verkefni stjórnar FKA Suðurlandi er að koma saman mánaðarlega frá hausti og fram á sumar og er mikið lýðræði innan stjórnarinnar. Yfirleitt tekur ein stjórnarkona ábyrgð á hverjum viðburði sem haldin er, en svo hjálpast konur að þegar á þarf að halda. Haldnir hafa verið fjölmargir áhugaverðir viðburðir, bæði í samvinnu við aðrar deildir FKA og viðburðir sem sprottnir eru úr eigin ranni. Heimsóknir í fyrirtæki kvenna er til helminga við fræðandi viðburði. Fyrirlesarar eru bæði aðfengnir eða úr hópi félagskvenna og þeir sem mæta á fræðsluviðburðina fá tækifæri til að kynna sig og segja frá áskorunum í eigin rekstri eða í sinni vinnu.

MYND // Auði var að sjálfsögðu þakkað fyrir frábært starf sem formaður og að hafa tekið þá ákvörðun fyrir fáeinum árum að rífa upp deildina sem telur nú um 80 félagskonur.

MYND // „Nú þarf ég ekki Fálkaorðuna!“ sagði Auður þegar henni var afhent kort sem Hrund Guðmundsdóttir snillingur útbjó fyrir fráfarandi formann.

#fka#fkakonur#Hreyfiafl#sýnileiki#Tengslanet #FKASuðurland