,,Leyfum okkar að vitna í eitt af einkunnarorðum Félags kvenna í atvinnulífinu, „Jafnrétti er ákvörðun” – ákvörðun sem skilar okkur öllum bættum hag og sjálfbærara samfélagi…“

Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2020 voru veitt í dag

„Með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála köllum við fram þá aðila sem hafa lagt sig fram við að taka stóru skrefin og geta verið hvati fyrir aðra til að feta sömu slóð. Svo við leyfum okkar að vitna í eitt af einkunnarorðum Félags kvenna í atvinnulífinu, „Jafnrétti er ákvörðun„ – ákvörðun sem skilar okkur öllum bættum hag og sjálfbærara samfélagi,“ segja þær Hrund Gunnsteinsdóttir og Harpa Júlíusdóttir / framkvæmda- og verkefnastjórar Festu – miðstöðvar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

Festa– miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð komu á fót Hvatningarverðlaunum í jafnréttismálum í samstarfi við UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið árið 2014.

„Þá var það mikill ávinningur fyrir verkefnið þegar Háskóli Íslands bættist við sem samstarfsaðili árið 2017. Verðlaunin hafa fest sig í sessi í íslensku atvinnulífi og hvatt íslensk fyrirtæki til dáða þegar kemur að því að vinna markvisst að jafnrétti og auknum fjölbreytileika. Í því samhengi fagnar Festa því að frá og með næsta ári munu Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands taka alfarið við sem framkvæmdaraðilar. Festa mun áfram styðja við verkefnið og leggja sitt af mörkum til að þau megi áfram dafna sem öflugt verkfæri í baráttunni fyrir jafnrétti í íslensku atvinnulífi.“

 „Eitt af 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna snýr beint að jafnrétti kynjanna. En heimsmarkmiðin teikna upp fyrir okkur heildarmynd af þeim sjálf bæra heimi sem við stefnum að, þar sem enginn er skilinn eftir. Þegar við markvisst vinnum að jafnrétti kynjanna erum við á sama tíma að stuðla að heimi þar sem við búum við minni fátækt og hungur, stuðlum að auknum friði og stöndum vörð um náttúruna. Þetta spilar allt saman.“

Nánar má lesa HÉR.

Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2020 HÉR.

„Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2020 voru í dag veitt tryggingarfélaginu Sjóvá (…) Auk þessa urðu þau nýmæli í ár að sérstök sprotaverðlaun voru veitt fyrirtækinu Pink Iceland, sem jafnframt er eina ferðaþjónustu- og viðburðarfyrirtæki landsins sem einblínir á þarfir og menningu hinsegin fólks.“

Nánar má lesa HÉR.