,,Líf mitt sem kona,” Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Líf mitt sem kona.


Sögur af mögnuðu úthaldi, styrk, þrautseigju, botnlausri vinnu, lífi kvenna og man-auði í lífi Sigmundar.


Fida Abu Libdeh var ein þriggja kvenna sem var heiðruð á Viðurkenningarhátíð FKA en hátíðin var sjónvarpsþáttur í ár. Með FKA í ferðalaginu að þessu sinni í þáttagerð og umjón voru þau Sigmundur Ernir Rúnarsson ásamt Huldu Bjarnadóttur og Elínu Sveinsdóttur sem var með styrka stjórn á framleiðslu.
Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur verið með kynjabókhald á sinni stöð, Hringbraut frá upphafi til að vera með góða þyrlusýn. Hann er áhugasamur um margt og ekki síst sögur.


Samtalið við konurnar sem FKA heiðraði að þessu sinni skiluðu mf. hugleiðingum hans í Fréttablaðið. Sögur sem koma við okkur öll eins og saga Fidu Abu Libdeh.
Segjum þessar sögur.


,,Í fyrsta lagi hefur hún þurft að sanna sig sem kona. Í öðru lagi sem kona af erlendum uppruna. Í þriðja lagi sem kona í karllægum atvinnugeira. Í fjórða lagi sem hámenntaður hugsuður í framandi frjóanga íslenskrar nýsköpunar. Og sjálfsagt í fimmta lagi sem móðir þriggja barna sem þarf að samhæfa rekstur heimilis og eigin fyrirtækis (…)

Fida fluttist hingað sextán ára frá Palestínu með einstæðri móður sinni og fjórum systkinum og komst í gegnum íslenskan framhaldsskóla á hnefanum til jafns við hugvitið – á framandi tungu, vinalaus – og lagðist svo í framhaldsnám, sérhæfði sig á sviði jarðorkunnar, uppgötvaði heilnæmi kísilsins sem fellur til við varmavirkjanir, en fyrirtækið hennar, Geosilica sem framleiðir fæðubótarefni og selur á erlendum mörkuðum, er nú metið á 700 milljónir króna.”

#fka #hreyfiafl #Hringbraut #fkaviðurkenningarhátíð2021 @Sigmundur Ernir Rúnarsson @Fida Abu Libdeh #GeoSilica

Nánar HÉR