,,Ég skal alveg viðurkenna að ég vissi ekki alveg hverju ég átti von á, en þetta er líklega eitt það einlægasta og fallegasta viðtal sem ég hef tekið. Ef þig langar að vita hvernig fallegt viðtal hljómar þá er um að gera að hlusta,“ segir Óli Jóns eftir spjall við FKA-konuna Svanlaugu Jóhannsdóttur.
Óli Jóns hefur verið að ræða við FKA-konur um land allt í sumar og í meðfylgjandi þætti segir Svana frá lífi sínu, söngnum og fyrirtækinu OsteoStrong® „einstöku kerfi til að auka styrk beinagrindarinnar.“ (www.osteostrong.is)
„Ég hef búið í Ecuador sem skiptinemi, í Argentínu til að læra að syngja tangó, í London sem aðstoðarleikstjóri og sýningarstjóri í fjórum leikhúsum á West End, í Barcelona sem viðskiptafræðinemi og seinna í spænskri sveit sem eiginkona sláturhússtjórans,“ segir Svana glöð í bragði.
Viðtalið má hlusta á HÉR.
