Málþing FKA 20. september

Spegill 2016- Stefnumót FKA og
fjölmiðla

Spegill, spegill herm þú mér…

FKA skorar á fjölmiðla að hafa
80% kvenkynsviðmælendur þann 20.september 

FKA konur, gestir þeirra sem og fjölmiðlar eru sérstaklega hvattir til að mæta á málþingið sem er öllum áhugasömum opið í boði FKA.

SKRÁNING HÉR

Félag kvenna í atvinnulífinu
(FKA) stendur fyrir málþingi þriðjudaginn 20. september kl. 8.30 -10.00 í
húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík. 

Á
málþinginu mun Creditinfo birta nýjar tölur úr fjölmiðlamælingum, m.a. með
tilliti til hlutdeildar stjórnmála í innlendri umræðu. Auk þess munu
forsvarsmenn fjölmiðlanna, þeir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri RÚV og
Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 taka þátt. Munu þeir segja frá áherslum
miðlanna er kemur að því að beita sér fyrir því að kynjahlutföll endurspegli
sem best mannuð samfélagsins. Loks verða forystumenn stjórnmálaflokkana spurðir
um áherslur þegar kemur að jöfnun kynjahlutfalls í þjóðmálaumræðunni.

Dagskrá Málþingsins

Fundarstjóri: Rakel Sveinsdóttir, varaformaður FKA

Ávarp
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra

Inngangsorð
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line og formaður FKA

Niðurstöður rannsóknar Creditinfo
Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo

Verklag og áherslur
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365

Verklag og áherslur
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri

Q & A

Pallborðsumræður með fulltrúum flokka
Stjórnandi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line og formaður FKA

Lokaorð
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line og formaður FKA

Málþingi lokið

Womens
Media Day:  80% viðmælenda konur þennan dag?

Í tilefni dagsins viljum við
einnig fá fjölmiðlana til liðs við okkur. Þennan dag hvetjum við fjölmiðla til
að taka þátt með því að snúa tölfræðinni konum í vil, en rannsóknir sem
Creditinfo hefur unnið í samstarfi við FKA undanfarin ár hafa sýnt fram á 80/20
eða 70/30 hlutföll körlum í vil, er kemur að fréttatengdu efni á
ljósvakamiðlunum.  Íslenskir miðlar gætu þannig farið fram með ýktri, en
góðri fyrirmynd í viðleitni sinni að sýna viljann í verki.   

Fjölmiðlaverkefni FKA sem hefur
staðið frá árinu 2013 og lýkur 2017. Markmiðið er að auka ásýnd kvenna í
fjölmiðlum og að vekja sem flesta til jákvæðrar vitundar um að konur búa yfir
heilmikilli þekkingu og reynslu sem hægt er að nýta í frétta- og þjóðfélagsumræðu.

SKRÁNING