Mannamót á Marina

 

Hugmyndin með Mannamóti er að skapa vettvang þar sem fólk hittist til að spjallar saman í þægilegu og óformlegu umhverfi.

Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig – bara mæta!

Mannamót munu vera aftur í vetur enda voru þau virkilega skemmtileg og vel heppnuð síðasta vetur. En það var haustið 2011 sem ÍMARK setti í gang Mannamót til að koma á laggirnar hlutlausum vettvangi þar sem félagar í hinum ýmsu samtökum geta hist og spjallað, myndað vinskap og styrkt tengslanetið.

Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Klak, Innovit, KVENN, SFH, FKA.

Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega.

Mannamótin verða alltaf síðasta miðvikudag í mánuði í vetur, á sama stað og á sama tíma.

Hvar: Icelandair hótel Reykjavík Marina, Mýrargata 2, 101 Reykjavík
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: kl.17-18.30

 28.11.2012 – Á Mannamóti í nóvember munum við heyra frá Tómasi Tómassyni eiganda Hamborgarabúllunnar og Jóhönnu Björg Christensen stofnanda og ritstjóra NUDE magazine. Tommi opnaði Hamborgarabúllu í miðborg London fyrr á árinu og mun hann deila með okkur reynslusögu sinni í kringum það og ástæður þess að hann ákvað að reyna fyrir sér á erlendum markaði. Jóhanna stofnaði NUDE magazine árið 2010 en það er frítt tískutímarit sem er gefið út á netinu einu sinni í mánuði. Nú hefur bæst við tímaritið NUDE home en þar er um að ræða tímarit um heimili, hönnun, mat og vín. Þessi tímarit eru bæði veftímarit með innbyggðum myndböndum og mun Jóhanna segja okkur m.a. frá þeirri ákvörðun að gefa einungis út veftímarit og hvernig þau vinna með upplifun lesenda á þessum miðli.