,,Margar stuðningsfjölskyldur þekkja barnið eða fjölskylduna ekkert áður en þær gerast stuðningsfjölskyldur.”

,,Margar stuðningsfjölskyldur þekkja barnið eða fjölskylduna ekkert áður en þær gerast stuðningsfjölskyldur,” segir Halldóra Gyða sem fjallar um stuðningsfjölskyldur og reynslu sína af því mikilvæga hlutverki.

„Þetta er einfaldlega besta ákvörðun sem við höfum tekið. Við erum með drenginn okkar fjóra sólarhringa í mánuði og þess á milli teljum við niður dagana þangað til við hittum hann aftur. Við elskum hann út af lífinu og getum ekki hugsað okkur tilveruna án hans. Hann er hluti af okkar fjölskyldu og verður það vonandi alltaf.“

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé – Höfundur er framkvæmdastjóri Keðjunnar og FKA-félagi. Nánar HÉR