Margrét kjörinn varaformaður SA

Stjórn Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2013-2014 var kjörin á aðalfundi SA sem fram fór í vikunni.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group var kjörinn nýr formaður og hlaut hann glæsilega kosningu og fékk 98,5% greiddra atkvæða. Björgólfur tekur við formennsku af Vilmundi Jósefssyni sem hefur verið formaður samtakanna frá árinu 2009 en hann ákvað að hætta sem formaður fyrir aðalfund SA 2013.

Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri PFAFF er nýr varaformaður SA og tekur hún við af Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins, sem hefur verið varaformaður SA frá árinu 2009.

Margrét er fyrrum formaður FKA og erum við því rífandi stoltar af okkar konu og óskum henni innilega til hamingju! 

Hér er frétt á síðu SA um aðalfundinn í heild:
http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/5775/