Maríanna Magnúsdóttir verður á Sýnileikadegi FKA 27. febrúar 2021 – einstakur viðburður eingöngu fyrir félagskonur FKA.

Sýnileikadagur FKA 27. febrúar 2021.

Forgangsraðaðu sjálfri þér!

Við fyllum á verkfærabeltið á Sýnileikadegi FKA laugardaginn 27. febrúar, sem er einstakur viðburður eingöngu fyrir félagskonur FKA. Þar forgangsröðum við okkur sjálfum með því að taka þátt í þessari rafrænu ráðstefnu sem kveikir í hvatanum að gera enn betur og hjálpar okkur að ná forskoti á atvinnumarkaði og í okkar persónulega lífi í takt við nýja tíma.

Þegar kemur að framsetningu og því að vekja athygli á okkur, sérþekkingu okkar eða koma vöru og þjónustu á framfæri, verðum við að búa yfir þekkingu og hæfni til að geta verið leiðandi og á sérstökum tímum þurfum við að vera óhræddar við að gera tilraunir til að finna nýjar leiðir til að ná í gegn.

Með því að vera FKA kona tekur þú þátt í fjölbreyttu starfi, ert partur af hreyfiafli og þessu öflugu tengslaneti kvenna. Félag kvenna í atvinnulífinu styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku og hefur tekist að vinna með sýnileika, tengslanet og hreyfiafl í takt við nýja tíma. Tæknin hefur fært félagskonur af landinu öllu nær hverri annarri á tímum Covid og aukið samtalið og jafnræði. 

Forgangsraðaðu sjálfri þér og vertu með!

Skráning og frekari upplýsingar á www.fka.is

@Maríanna Magnúsdóttir #fka #hreyfiafl #Sýnileiki #SýnileikadagurFKA2021