Maríanna ráðin leiðtogi breytinga hjá Landsneti.

Landsnet hefur ráðið Maríönnu Magnúsdóttur sem leiðtoga breytinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti og birtist í Fjölmiðlavakt FKA.

HÉR // HÉR // HÉR // HÉR

„Síðastliðin 11 ár hefur hún starfað sem breytingaafl m.a. sem forstöðumaður umbótastofu hjá VÍS, umbreytingaþjálfari hjá Manino, stjórnarkona FKA Framtíðar og breytingaleiðtogi hjá Reykjavíkurborg …“

Maríanna er félagskona FKA sem hefur tekið virkan þátt í starfinu s.s. í stjórn FKA Framtíðar, tekið þátt í námskeiðahaldi og er ásamt Edda Rún Ragnarsdóttir og Elísabet Tanía Smáradóttir að leiða hóp Fjalladrottninga FKA.

Óskum Maríönnu Magnúsdóttur góðs gengis að þróa fólk, byggja upp skilvirk og hamingjusöm teymi með því að skapa menningu þar sem mannauður blómstrar – líkt og hún hefur gert í starfi sínu fyrir FKA.

Úlfarsfell – Fjalladrottningar 2021.

Náttúrutengsl Viðskiptanefnd og Fjalladrottningar 2021.
Maríanna FKA Fjalladrottning 2021.


#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAFramtíð #Landsnet #FKAFjalladrottningar @Maríanna Magnúsdóttir